

Ungversk-íslensk
túlkun og Þýðingar
Fagleg túlkun og þýðingar
​Þjónusta fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir
Þjónusta
Staðbundin túlkun
Við tryggjum skýra og áreiðanlega túlkun á staðnum fyrir viðkvæm samskipti þar sem nákvæmni og trúnaður skiptir höfuðmáli.
Við sinnum túlkun meðal annars í:​
-
Heilbrigðisþjónusta – t.d. læknaviðtöl, greiningar og meðferðarsamtöl
-
Skólastarf – t.d. foreldrafundir, málþing eða ráðgjöf
-
Ráðgjöf og þjónustustofnanir – félagsráðgjöf, atvinnumál, búsetuúrræði
-
Lögregla og opinber þjónusta – skýrslutökur, yfirheyrslur eða skýr samskipti
-
Bankar og fjármálaþjónusta – viðtöl, lánamál, greiðslusamningar
-
Fundir – t.d. samningaviðræður, málþing eða teymisvinna​
Fjartúlkun
​
Fjartúlkun er hagkvæm og sveigjanleg lausn þegar ekki er unnt að mæta á staðinn.
Við bjóðum upp á túlkun í gegnum síma eða netið (t.d. Zoom, Teams, Meet) sem skýr samskipti skipta máli, hvort sem er í einkaviðtölum, teymisfundum eða í samvinnu við opinbera aðila.
Við tryggjum:
-
Skýra og truflunarlausa tengingu
-
Trúnaðartrygg samskipti
-
Hraða og sveigjanlega þjónustu
​
Kostir fjartúlkunar:
-
Hraðvirk og sveigjanleg lausn
-
Enginn ferðakostnaður eða tafir
-
Mögulegt að þjónusta notendur hvar sem er á landinu eða í heiminum
Almennar þýðingar
​
Við sérhæfum okkur í almennum þýðingum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
Meðal þess sem við þýðum:
-
Tölvupóstar, bréf og umsóknir
-
Kynningarefni, bæklingar og fréttabréf
-
Vefsíður og efni fyrir netmiðla
-
Fræðilegt efni, ritgerðir og skýrslur
-
Efni fyrir ráðstefnur, námskeið og vinnustaði
-
Greinar og bloggfærslur fyrir almenning

Um okkur
Ungversk-Íslensk Túlkun og Þýðingar er lítið en öflugt íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í túlkunar- og þýðingarþjónustu milli ungversku og íslensku. Við leggjum metnað okkar í að tengja fólk, stofnanir og fyrirtæki með nákvæmri og áreiðanlegri miðlun tungumáls og menningar.
​
Fyrirtækið var stofnað til að bregðast við skorti á hæfum ungverskum túlkum á Íslandi, og markmið okkar er að veita hágæða þjónustu sem auðveldar samskipti og skilning milli tveggja ólíkra tungumála og menningarheima.
​
Fyrirtækið er rekið af Renötu Juhasz-Ivan, reyndum túlki og þýðanda með djúpa þekkingu á bæði íslenskum og ungverskum aðstæðum. Renata hefur margra ára reynslu af vinnu fyrir opinberar stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga – bæði í formlegum og óformlegum aðstæðum.

